Skip to product information
1 of 4

My Store

Réttu skrefin að bættri heilsu - fyrirlestur

Réttu skrefin að bættri heilsu - fyrirlestur

Regular price 0 ISK
Regular price Sale price 0 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Upplýsingar

Fyrirlesturinn er 50 - 60 mínútur og hægt er að fá Gumma til að fara yfir og gera æfingar í lokin sem að sniðugt er að gera á skrifstofunni.

Að auki er hægt að bæta því við að Gummi komi og skoði vinnuaðstöðu hópsins og fara yfir og stilli stól og borð eftir þörfum hvers og eins.

Um fyrirlesturinn

Allt sem þú þarft að vita til þess að fyrirbyggja verki og stoðkerfisvandmál ásamt því að læra að vinna með skrokkin, styrkja hann og ná betri heilsu.

Bakverkir og stoðkerfisvandamál eru næstalgengasta ástæða fjarveru frá vinnu, á eftir flensu og kvefi. Nútímaþægindi eins og símar og tölvur hafa neikvæð áhrif á líkamsbeitingu, og bólguvaldar eins og stress, sykur og hreyfingaleysi eru orðnir stór þáttur í samfélaginu. Algeng stoðkerfisvandamál eru meðal annars verkir í baki, öxlum, aftan við herðarblöð, tennisolbogi, höfuðverkir og mígreni. Mikilvægt er að fræðast og tileinka sér ákveðnar venjur til að fyrirbyggja þessi vandamál.

Fyrirlestur Gumma fjallar nákvæmlega um þetta og veitir innsýn í hvaða skref þarf að taka til að bæta líkamsbeitingu og auka heilsuvitund. Með réttri fræðslu er hægt að stuðla að betri líðan og heilsu, sem skiptir máli bæði í starfi og daglegu lífi. Gummi mun fjalla um réttu verkfærin til að losna við og fyrirbyggja verki, ásamt því að auka skilning á því hvernig við styrkjum líkamlega og andlega heilsu.

Bókanir

Ef að þú ,,kaupir" vöruna hér á síðunni höfum við samband við þig og gerum ykkur tilboð í fyrirlesturinn miðað við ykkar þarfir.

Frekari upplýsingar má líka nálgast á gummikiro@gummikiro.is

View full details